Thursday 02.09. facebook.com
20:00

Leiðsögn listamanna: Iðavöllur

Reykjavík Art Museum Hafnarhús, Tryggvagata, 101 Reykjavík

Leiðsögn með listamönnunum Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur og Bjarka Bragasyni sem eiga verk á sýningunni Iðavöllur.

Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR: https://bit.ly/3knV0nW

Yfirskrift sýningarinnar er Iðavöllur. Titillinn er fengið að láni úr Völuspá og kemur þar tvisvar við sögu. Iðavöllur er staðurinn þar sem æsir hittast við frumsköpun heimsins og koma síðan aftur saman á eftir Ragnarök til þess að skapa nýja heimsmynd. Hafnarhúsið tekur á sig hlutverk slíks Iðavallar sem vettvangur skapandi listamanna í hringiðu umbreytinga við upphaf nýrrar þúsaldar. Þema sýningarinnar er þannig hinn skapandi og umbreytandi kraftur sem býr í vinnu listamanna og hún endurspeglar fjölbreytt viðfangsefni á tímum jafnt tæknilegra sem félagslegra umbreytinga.

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir (f. 1973) lauk MA gráðu frá Manchester School of Arts, Manchester Metropolitan University, 2004 og BA gráðu frá London Guildhall University árið 1998. Áður stundaði hún nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1993-95. Anna Júlía var tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2018 fyrir einkasýningu sína Erindi í Hafnarborg.

Bjarki Bragason (f. 1983) nam myndlist í Listaháskóla Íslands og Universität der Künste, Berlín og lauk MFA gráðu í myndlist frá California Institute of the Arts, Los Angeles árið 2010. Ásamt því að sýna verk sín hefur Bjarki einnig stýrt sýningum og tekið þátt í myndlistartengdum rannsóknarverkefnum í samstarfi við aðra listamenn, arkitekta, fornleifafræðinga og jarðfræðinga. Má þar nefna sýningarnar Past Understanding, Vienna Museum of Art History og Desire Ruin, Vienna Museum of Natural History. Bjarki er dósent og fagstjóri við myndlistardeild Listaháskóla Íslands.

Nýr inngangur í Hafnarhús! Gengið inn um bakdyrnar um portið – frá Naustum (milli Hafnarhúss og Tollhúss).

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Artists Talk: Iðavöllur

Artists talk with Anna Júlía Friðbjörnsdóttir and Bjarki Bragason who have works in the exhibition Iðavöllur: Icelandic art in the 21st Century. In Icelandic.

Registration is required HERE: https://bit.ly/3knV0nW

The title of the exhibition is Iðavöllur. It is borrowed from Völuspá and occurs twice in the poem. Iðavöllur is the place where the gods meet when the world is constructed and then reassemble at following Ragnarök to build a new world. Hafnarhús takes on the role of such a meeting place, as a location for creative artists in the maelstrom of change at the start of the new millennium. The theme of the exhibition is the creative and transformative power contained in the work of artists and it reflects diverse subjects at a time of technological and social transformation.

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir (b. 1973) received her MA Fine Art at Manchester School of Arts, Manchester Metropolitan University in 2004 and her BA Fine Art at London Guildhall University in 1998. Prior to that she studied at the Icelandic College of Art and Crafts between 1993-95. In 2018, Anna Júlía was nominated for the Icelandic Art Prize, for her solo exhibition Serenade at Hafnarborg.

Bjarki Bragason (b. 1983) studied fine art at Iceland Academy of the Arts, Universität der Künste in Berlin and completed an MFA at California Institute of the Arts, Los Angeles in 2010. Bjarki has exhibited, curated and taken part in artistic research projects in collaboration with artists, architects, archeaologists and earth scientists, including Past Understanding, Vienna Museum of Art History, Desire Ruin, Vienna Museum of Natural History. He is Associate Professor and Program Director in the Fine Arts department at Iceland University of the Arts.

Free entrance with a museum ticket and for holders of Annual Pass/Culture Pass.

Weitere Termine
Organisers
Menningarkort
Menningarkort Reykjavíkur er árskort sem veitir ótakmarkaðan aðgang að söfnum í eigu Reykjavíkurborgar auk margvíslegra fríðinda og sérkjara.