Thursday 16.09. facebook.com
20:00

Leiðsögn listamanna: Iðavöllur

LISTASAFN REYKJAVÍKUR REYKJAVIK ART MUSEUM, Tryggvagata 17, 101 Reykjavík

Leiðsögn með listamönnunum Guðmundi Thoroddsen og Erni Alexander Ámundasyni sem eiga verk á sýningunni Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld.

Skráning HÉR: https://bit.ly/3tDjqOB

Yfirskrift sýningarinnar er Iðavöllur. Titillinn er fengið að láni úr Völuspá og kemur þar tvisvar við sögu. Iðavöllur er staðurinn þar sem æsir hittast við frumsköpun heimsins og koma síðan aftur saman á eftir Ragnarök til þess að skapa nýja heimsmynd. Hafnarhúsið tekur á sig hlutverk slíks Iðavallar sem vettvangur skapandi listamanna í hringiðu umbreytinga við upphaf nýrrar þúsaldar. Þema sýningarinnar er þannig hinn skapandi og umbreytandi kraftur sem býr í vinnu listamanna og hún endurspeglar fjölbreytt viðfangsefni á tímum jafnt tæknilegra sem félagslegra umbreytinga.

Guðmundur Thoroddsen (f. 1980) útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og með MFA gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2011. Hann hefur tekið þátt í einka- og samsýningum á Íslandi, í New York og í Evrópu. Fjallað hefur verið um verk hans í Artforum, New York Times og Dazed Digital. Hann var tilnefndur til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2019 fyrir einkasýninguna SNIP SNAP SNUBBUR í Hafnarborg. Guðmundur er á snærum Hverfisgallerís í Reykjavík og Asya Geisberg gallerísins í New York.

Örn Alexander Ámundason (f. 1984) útskrifaðist með MFA gráðu frá Listaháskólanum í Malmö árið 2011. Meðal nýlegra sýninga og gjörninga má nefna Inngangskúrs í slagverki, Kling og Bang (2020) og Tickle, með Unu Margréti Árnadóttur, Arsenic í Lausanne (2020); einkasýningarnar Hópsýning í Nýlistasafninu (2015) og Nokkur nýleg verk í Listasafni Reykjavíkur (2016); ásamt Kunsthalle Exnergasse, The Armory Show og Platform Belfast. Árið 2013 hlaut Örn sænska Edstrandska styrkinn. Hann er einn stofnenda listamannarekna rýmisins Open og langtíma sýningarverkefnisins A Collaboration Monument.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Nýr inngangur í Hafnarhús! Gengið inn um bakdyrnar um portið – frá Naustum (milli Hafnarhúss og Tollhúss).

Artists Talk: Iðavöllur

Artists talk with Guðmundur Thoroddsen and Örn Alexander Ámundason who have works in the exhibition Iðavöllur: Icelandic art in the 21st Century. In Icelandic.

Registration HERE: https://bit.ly/3tDjqOB

In 2021, Reykjavík Art Museum focuses on the microenvironment, with an aim of displaying the growth of the Icelandic art scene. The whole Hafnarhús becomes the setting for a powerful exhibition of new works by young artists who may be considered to be in the lead for their generation, and assumptions can also be made about the larger context of Icelandic and international contemporary art. It’s been a while since we checked in with what’s brewing among the fastest growing and most prominent artists and reflects subjects and approaches of the present.

Guðmundur Thoroddsen (b. 1980) received his BA from Iceland Academy of the Arts in 2003 and MFA at the School of Visual Arts in New York in 2011. Guðmundur has participated in group and solo exhibitions in Iceland, New York and Europe. His work has been reviewed in Artforum, The New York Times and Dazed Digital. He was nominated for the Icelandic Art Prize 2019 for the solo exhibition SNIP SNAP SNUBBUR in Hafnarborg. Guðmundur is represented by Hverfisgallerí in Reykjavík and Asya Geisberg Gallery in New York.

Örn Alexander Ámundason (b. 1984) graduated with a MFA degree from Malmö Art Academy in 2011. Some recent exhibitions and performances include Introduction to Percussion, Kling og Bang (2020) and Tickle, Arsenic in Lausanne (2020); solo exhibitions include Crowd Show, The Living Art Museum (2015) and Some New Works, Reykjavik Art Museum (2016); and Kunsthalle Exnergasse, The Armory Show and Platform Belfast. In 2013 Örn received the Swedish Edstrandska grant. He's a founding member of the artist-led space Open and the exhibition project A Collaboration Monument.

New entrance to Hafnarhús! Enter through the courtyard – from Naustin (between Hafnarhús and Tollhús).

Free entrance with a museum ticket and for holders of Annual Pass/Culture Pass.

Weitere Termine
Organisers
Menningarkort
Menningarkort Reykjavíkur er árskort sem veitir ótakmarkaðan aðgang að söfnum í eigu Reykjavíkurborgar auk margvíslegra fríðinda og sérkjara.