Thursday 16.09. facebook.com
20:00

Opið hús - saumakennsla

Fjallahjólaklúbburinn, Brekkustígur 2, 101 Reykjavík

Sauma-Hrönn… afsakið, Hjóla-Hrönn ætlar að mæta með saumavélina sína á opið hús fimmtudaginn 16 september og skipta um rennilás á hjólajakkanum sínum. Ef einhver á jakka með biluðum rennilás, er upplagt að koma með hann og nýjan rennilás (athuga lengd og tegund (opin/lokuð)) og fá aðstoð við að skipta um. Tveir sprettuhnífar verða á staðnum (til að losa gamla rennilásinn) og títuprjónar til að festa nýja. Svo eru herlegheitin saumuð í vélinni.

Tryggvi ætlar að baka fyrir okkur köku og Árni verður tilkippilegur í viðgerðir á hjólum. Opið frá 20:00 til 22:00. Allir velkomnir á meðan húsrúm og sóttvarnareglur leyfa.

Organisers
Fjallahjolaklubburinn
Markmið félagsins er að auka reiðhjólanotkun og vinna að bættri aðstöðu hjólreiðafólks til samgangna og ferðalaga. ÍFHK stendur fyrir útgáfu- og fræðslustarfsemi til að kynna stefnu sína og markmið.