Wednesday 08.09. facebook.com
20:00 - 21:30

Sagnakaffi | Þjóðlagasveitin Brek

Borgarbókasafnið Gerðuberrgi

*English below

Um nýliðin dag
Við byrjum Sagnakaffið þetta haustið með skemmtilegri og nýstárlegri hljómsveit eða þjóðlagahljómsveitinni Brek en hún var stofnuð haustið 2018. Meðlimir sveitarinnar hafa síðan þá leitast við að finna sinn rétta hljóm og gefið sér tíma í þá vinnu.

Áhersla er á að tvinna saman hinum ýmsu áhrifum frá mismunandi stílum þjóðlaga- og dægurtónlistar. Einnig reynir sveitin að finna nýjar og spennandi leiðir við notkun hljóðfæranna til að skapa grípandi og þægilega stemningu, en jafnframt krefjandi á köflum. Lög sveitarinnar eru sungin á íslensku en hún leggur áherslu á að nota fjölskrúðugt orðbragð og nýta þannig hinn mikla og fallega orðaforða sem íslenskan hefur upp á að bjóða. Lög hljómsveitarinnar sækja innblástur sinn meðal annars í íslenska náttúru og veðrabrigði.

Brek var nýverið tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna í flokki þjóðlagatónlistar en í júní 2021 gaf hljómsveitin út fyrstu breiðskífuna sem hefur verið í vinnslu í rúmt ár.

www.brek.is

Á Sagnakaffi Borgarbókasafnsins er reynt að víkka út ramma hefðbundinnar sagnamennsku. Sagðar eru sögur í tali, tónum, takti, ljóðum og leik. Fólk úr ýmsum geirum þjóðfélagsins er fengið til leiks, svo sem tónlistarfólk, leikarar, uppistandarar, ljóðskáld og rapparar svo fátt eitt sé nefnt.

Sagnakaffið fer að þessu sinni fram í Bergi í Gerðubergi og geta gestir fengið sér kaffi og með því í kaffihúsinu áður en dagskrá hefst.

Öll velkomin, ókeypis aðgangur.


Brek was formed in the autumn of 2018. The band focuses on combining various influences from different styles of folk and popular music.

They find new and exciting ways to use their instruments to create a catchy and comfortable atmosphere, but also challenging. The band's songs are sung in Icelandic, but it emphasizes the use of diverse wording and thus utilizes the large and beautiful vocabulary that Icelandic has to offer. The band's songs draw their inspiration from Icelandic nature and weather conditions, among other things.

The influence of the music comes from various sources, but Brek wants to try to weave them together into their world of sound and thus try to break down walls between genres as well as to connect the Icelandic folk heritage with other types of folk music. Icelandic lyrics and voices mixed with the interplay of rhythmic and dynamic dialogue of the instruments are used by Brek to drive the music forward.

www.brek.is

The event is free.

Nánari upplýsingar / Further info:
Ólöf Sverrisdóttir, verkefnastjóri
olof.sverrisdottir@reykjavik.is

Organisers
Menningarkort
Menningarkort Reykjavíkur er árskort sem veitir ótakmarkaðan aðgang að söfnum í eigu Reykjavíkurborgar auk margvíslegra fríðinda og sérkjara.