Sunday 18.04. facebook.com
00:00 - 15:00

Vefuppboð til styrktar sjömenningunum

Gallerí Fold, Rauðarárstígur 12 - 14, 105 Reykjavík

Vefuppboð / Online Auction: https://www.myndlist.is/auction/Auctions.aspx?WebAuctionID=3564

Velkomin á vefuppboð til styrktar sjö aðgerðarsinnum sem voru handtekin fyrir þátttöku í mótmælum með flóttafólki á Íslandi. Aðgerðarsinnarnir vildu sýna flóttafólki á Íslandi samstöðu með því að taka þátt í mótmælaaðgerðum sem miðuðu að því að þrýsta á stjórnvöld að hitta fulltrúa úr hópi flóttafólks á fundi til að ræða fimm kröfur sem þau höfðu sett fram: 1. Stöðvun brottvísana, 2. Endalok beitingar Dyflinarreglugerðarinnar, 3. Jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, 4. atvinnuleyfi á meðan á umsóknarferli stendur, 5. lokun flóttamannabúðanna á Ásbrú.

Stjórnvöld svöruðu með því að brottvísa nær öllum aðgerðasinnunum úr hópi flóttafólks sem hafði skipulagt mótmælin og handtók og kærði sjö aðgerðasinna úr hópi fólks með ríkisborgararétt og/eða dvalarleyfi fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu um að hætta að mótmæla, þrátt fyrir að mótmælin sem voru bæði lítil og skaðlaus, höfðu einungis staðið yfir í 5-10 mínútur. Lögmenn og aðgerðarsinnar telja þessar ákærur vera alvarlega aðför að tjáningarfrelsi og réttinum til að mótmæla, sem hvort tveggja er varið af stjórnarskrá Íslands sem og mannréttindasáttmála Evrópu.

32 listamenn hafa gefið yfir 90 verk sem má finna í þessu uppboði. Listaverkin eru ótrúlega fjölbreytt, bæði þegar kemur að listgerðum, inntaki og stíl. Uppboðið mun standa yfir frá 29. mars til 18. apríl. Allur ágóði rennur í samstöðusjóð fyrir aðgerðarsinnanna sem verður notaður til að greiða sektir og málskostnað, en hingað til hefur ríkið sakfellt fjóra af sjö aðgerðarsinnum. Tvö eiga eftir að fara fyrir dóm og beðið er eftir úrskurði eins. Frekari upplýsingar um málin, sem kölluð eru 19. greinar málin, má finna á www.adstandaupp.com


Welcome to an online auction to support the seven activists who were arrested for participating in protests with refugees in Iceland. The activists wanted to show solidarity with refugees in Iceland by taking part in multiple protests which were aimed at pressuring the government into meeting with representatives from the refugee group. The topic of the meeting was supposed to be the five demands refugees had put forward: 1. End to all deportations, 2. Stop the use of the Dublin Regulation, 3. Equal access to health care, 4. work permit during the asylum process, 5. Closing of the isolated Ásbrú refugee camp.

Authorities responded to the protest by deporting most of the activists from the refugee group who had organized the protest. They then arrested and charged seven local activists (since they cannot be deported) for disobeying police orders by refusing to stop protesting. Lawyers and activists alike see these arrests as a serious violation of freedom of expression and the right to protest, both of which are protected by the Icelandic Constitution and the European Convention on Human Rights.

32 artists have donated over 90 art pieces that can be found in this online auction. The works of art are incredibly diverse, both in terms of art forms, content and style. The auction will run from March 29th to April 18th. All proceeds go to a solidarity fund for the activists, which will be used to pay fines and legal costs. So far the state has convicted four of the seven activists. Two activists are still due to go to trial and a ruling for one is still pending. For more information on cases, called the 19th article cases, can be found at www.adstandaupp.com

Weitere Termine
Organisers
Samstaða er ekki glæpur
19 grein lögreglulaga kveður á um skilyrðislausa hlýðni við skipanir lögreglu. Um þessar mundir er verið að sækja fólk til saka fyrir að hlýða ekki skipunum lögreglu um að hætta friðsömum mótmælum í þágu jafnréttis. Refsingar eru fjársektir sem, að viðbættum lögfræðikostnaði, hlaupa á hundruð þúsunda í hverju máli. Lögsóknirnar eiga augljóslega að fæla fólk frá að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla. Þær eru því alvarleg aðför að lýðræði á Íslandi.