Friday 10.09. facebook.com
12:10 - 13:00

Börn í ljósum: Skólamyndir Vignir* í líkamspólitísku samhengi

Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Reykjavik Museum of Photography, Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur og dósent við HÍ, heldur erindi um skólamyndir Sigurhans Vignir*í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, föstudaginn 10. sept kl. 12:10. Erindið tengist yfirstandandi sýningu í Ljósmyndasafninu Sigurhans Vignir │ Hið þögla en göfuga mál.

Skólamyndir Sigurhans Vignir teknar í Reykjavík á sjötta áratug liðinnar aldar trufla því þær tala beint inn í samtímann og velta upp áleitnum spurningum um ögun líkamanna, siðferðisleg mörk, kynjaðar sýnir og önnur álitamál sem afhjúpa félagslegt taumhald og tengsl líkamans við valdastrúktur samfélagsins.
Viðburðurinn er öllum opinn á meðan húsrúm og fjöldatakmarkanir leyfa. Ókeypis aðgangur.

Erindið er hluti af Fléttu Borgarsögusafns, viðburðaröð þar sem fjölbreyttum sjónarhornum er fléttað saman við sýningar og starfsemi safnsins.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur fagnar 40 ára starfsafmæli sínu á þessu ári og sýningin er sérstök afmælissýning. Hún stendur til 19. september 2021.

*að ósk ættingja er ættarnafnið Vignir ekki fallbeygt.

p.s. Fyrirlesturinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á Vimeo reikningi Borgarsögusafns í vikunni eftir.

///
Æsa Sigurjónsdóttir, art historian and associate professor at the University of Iceland, will give a talk in Icelandic at the Reykjavík Museum of Photography, on Friday 10 September at 12:10. The talk is related to the current 40th-anniversary exhibition at the Museum of Photography called The Silent but Noble Art with photography by Sigurhans Vignir.

The photographs that Sigurhans Vignir shot in Reykjavík in the 1960s are disturbing because they speak directly to the contemporary world. Furthermore, they raise pressing questions about body discipline, moral boundaries, gender visions and other issues that reveal the body's social restraint and relationship to the power structure.

Admission is free and open to everyone.

The talk is part of a series of events where diverse perspectives are intertwined with the museum's exhibitions and activities.

Organisers
Menningarkort
Menningarkort Reykjavíkur er árskort sem veitir ótakmarkaðan aðgang að söfnum í eigu Reykjavíkurborgar auk margvíslegra fríðinda og sérkjara.