Sunday 05.09. facebook.com
14:00

Leiðsögn sýningarstjóra: Eilíf endurkoma

Reykjavík Art Museum Hafnarhús, Tryggvagata, 101 Reykjavík

Edda Halldórsdóttir sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýninguna Eilíf endurkoma á Kjarvalsstöðum.

Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR: https://bit.ly/3sZFEtG

Á þessari viðamiklu sýningu mynda verk Jóhannesar S. Kjarvals (1885-1972) þráð sem tengir tvenna tíma. Hér er verkum hans teflt fram ásamt verkum myndlistarmanna sem sett hafa svip sinn á íslenskt listalíf síðustu ár.

Algengasta og ástkærasta myndefni Kjarvals var íslensk náttúra og landslag en auk þess gerði hann mikið af mannamyndum og fantasíum þar sem verur og fígúrur skjóta upp kollinum og ýmis náttúrufyrirbrigði eru persónugerð. Verk listamanna á sýningunni eru unnin í fjölbreytta miðla og þar má sjá ólíka nálgun að þessum viðfangsefnum.

Sýningarstjórar: Edda Halldórsdóttir, Markús Þór Andrésson og Ólöf K. Sigurðardóttir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Curator Talk: Eternal Recurrence

Curator Edda Halldórsdóttir will talk about the exhibition Eternal Recurrence at Kjarvalsstaðir. In Icelandic

Registration is required HERE: https://bit.ly/3sZFEtG

In this extensive exhibition, the works of Jóhannes S. Kjarval (1885-1972) create a thread which connects different periods in time. His art is displayed along with the works of artists who have been prominent on the Icelandic art scene in recent years.

Kjarval’s most common and beloved subject was Icelandic nature and landscape, but he also painted many portraits and fantasy images where creatures and figures emerge, and various nature phenomena are personified. The artworks on display here are created in diverse media, expressing different approaches to these subjects.

Curators: Edda Halldórsdóttir, Markús Þór Andrésson and Ólöf K. Sigurðardóttir.

Free entrance with a museum ticket and for holders of Annual Pass/Culture Pass.

Weitere Termine
Organisers
Menningarkort
Menningarkort Reykjavíkur er árskort sem veitir ótakmarkaðan aðgang að söfnum í eigu Reykjavíkurborgar auk margvíslegra fríðinda og sérkjara.