Saturday 14.08. facebook.com
16:00

Músík fyrir Mannréttindi

Klambratún, Miklabraut

Tónleikarnir, Músík fyrir Mannréttindi, fara fram á Klambratúni 14. ágúst næstkomandi milli kl. 16-19 í tilefni 60 ára afmælis Amnesty International.
🎈 🎈 🎈
Frítt er inn á svæðið.
📢📢📢
Við höfum fengið með okkur í lið frábært tónlistarfólk. Hatari, GDRN, Team dreams, FM Belfast og Emmsjé Gauti munu sjá um að skemmta fjöldanum.
🎶🎶🎶
Steiney Skúladóttir og Vilhelm Neto verða kynnar og halda uppi fjörinu á milli atriða ásamt því að þrír kröftugir einstaklingar sem hafa barist í þágu mannréttinda koma til með að segja stuttlega frá reynslu sinni á milli tónlistaratriða: þau Najmo Fiyasko Finnbogadóttir, Andrean Sigurgeirsson og Sveinn Rúnar Hauksson.
✊✊✊
Ýmsar afþreyingar fyrir börn verða á svæðinu, líkt og andlitsmálning, blöðrulistamenn og sirkusatriði.
🎭🎭🎭
Candýfloss, popp og matarvagn verða á svæðinu.
🍴🍴🍴
Jafnrétti tautöskurnar (https://amnesty.is/styrktu-starfid/vefverslun/tautaska) verða til sölu ásamt öðrum varningi Íslandsdeildarinnar.
💛💛💛
Fagnaðu með okkur á Klambratúni laugardaginn 14. ágúst kl. 16-19. Ókeypis aðgangur. Hlökkum til að sjá þig!

Organisers
Íslandsdeild Amnesty International
Amnesty International er alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að allir fái að njóta alþjóðlegra viðurkenndra mannréttinda. Félagar AI sameinast í baráttu fyrir betri heim.