Saturday 04.09. facebook.com
14:00 - 16:30

Ritþing | Stefnumót við Braga Ólafsson

Borgarbókasafnið Gerðubergi

English below

„Á horni Bayswater Road og Lækjargötu“

Stjórnandi: Guðrún Lára Pétursdóttir
Spyrlar: Kristín Svava Tómasdóttir og Einar Falur Ingólfsson

Flytjendur: Eggert Þorleifsson, Una Sveinbjarnardóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir

Ritþing hafa verið haldin í Gerðubergi frá árinu 1999 og eiga sér fastan sess í menningarlífi borgarinnar. Á ritþingi situr rithöfundur fyrir svörum stjórnanda og tveggja spyrla í léttu og persónulegu spjalli, leikin er lifandi tónlist sem tengist höfundi og lesið upp úr verkum hans. Á þennan hátt gefst lesendum og áheyrendum einstakt tækifæri til að öðlast persónulega innsýn í líf og feril rithöfundarins, kynnast persónunni á bakvið verkin, viðhorfum höfundar og áhrifavöldum.

Ritþingin eru hljóðrituð og gefin út rafrænt á heimasíðu Borgarbókasafnsins. Þingin eru því ekki aðeins ánægjuleg upplifun þeirra sem hlusta á staðnum heldur einnig varanleg heimild. Í hlaðvarpi RÚV er einnig að finna upptökur frá ritþingum.

Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Borgarbókasafnið býður til móttöku að ritþingi loknu.

Nánari upplýsingar og skráning hér:

www.borgarbokasafn.is/vidburdir/bokmenntir/ritthing-stefnumot-vid-braga-olafsson-0


„On the corner of Bayswater Road and Lækjargata “

Chair: Guðrún Lára Pétursdóttir
Presenters: Kristín Svava Tómasdóttir og Einar Falur Ingólfsson

Participants: Eggert Þorleifsson, Una Sveinbjarnardóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir.

This event will be streamed on Facebook.

The Literature Symposium in Gerðuberg has been a well established event in Reykjavík's cultural scene since 1999. In the symposium, the chair and two presenters, invite a known author to participate in a personal and lively conversation, with live music inspired by the author's work and readings throughout. A unique opportunity to extend ones understanding of the author's life and work, and to get to know the persona behind the writing, their individual perspective and influences.

The Symposium is recorded and the stream will be accessible on Reykjavik City Library's website, and also as a RÚV podcast.

Free admission and all very welcome. The symposium is in Icelandic.

Nánari upplýsingar / Further information:
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is

Organisers
Menningarkort
Menningarkort Reykjavíkur er árskort sem veitir ótakmarkaðan aðgang að söfnum í eigu Reykjavíkurborgar auk margvíslegra fríðinda og sérkjara.