Sunday 12.09. facebook.com
14:00 - 15:00

Töfradýrasmiðja Töru

Aðalstræti 16, 101 Reykjavík

Töfradýra-smiðja Töru; Brekku-rostungur, flug-refur og blóma-fugl ó mæ! er yfirskrift fjölskylduviðburðar sem listakonan Tara Njála Ingvarsdóttir leiðir í Landnámssýningunni í Reykjavík þann 12. september kl. 14. Skráning fer fram í síma 411-6370.

Í smiðjunni verður rætt um dýr og verur, meðal annars úr íslensku þjóðsögunum. Í framhaldi af því galdra þátttakendur fram sín eigin töfradýr sem þau geta síðan tekið með sér heim. Landslagið og sögurnar um liðna tíma sem finna má á Landnámssýningunni verða notuð sem innblástur og leikgleðin ræður för.

Aðgangur er ókeypis fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa. Aðrir greiða 1.800 kr. sem gildir jafnframt sem aðgangseyrir á sýninguna.

Tara Njála Ingvarsdóttir útskrifaðist frá Myndlistardeild við Listaháskóla Íslands vorið 2020. Hún hefur frá útskrift haldið margar myndlistarsmiðjur fyrir börn í Myndlistarskóla Reykjavíkur og í Barnaskóla Hjallastefnunnar.

Smiðjan er hluti af viðburðaröðinni FJÖLSKYLDUHELGAR BORGARSÖGUSAFNS

///

Tara‘s Magical-animal workshop, cliff-walrus and fly-fox and blooming-bird oh my! is the title of a Family event that the artist Tara Njála Ingvarsdóttir will lead at The Settlement Exhibition on Sunday 12 September at 14:00. Please call 411-6370 to register.

Animals and creatures from the Icelandic sagas will be the inspiration for the workshop. By the end of the workshop, participants will have materialised their magical animal to take home.

Admission is free for children, disabled people and Reykjavík Culture Card holders. Others pay ISK 1,800 which is also valid for the exhibition.

Tara Njála Ingvarsdóttir graduated with BA from the Iceland University of the Arts in the spring of 2020. Since then, she has led several workshops for kids in the Reykjavík School of Visual Arts and elementary school of Hjallastefnan.

The event is part of Reykjavík City Museum's family event series.

Organisers
Menningarkort
Menningarkort Reykjavíkur er árskort sem veitir ótakmarkaðan aðgang að söfnum í eigu Reykjavíkurborgar auk margvíslegra fríðinda og sérkjara.